Sport

Fyrsta misheppnaða sparkið í 223 tilraunum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Líf sparkarans getur verið einmanalegt og þau voru þung sporin hjá Tucker af velli í gær.
Líf sparkarans getur verið einmanalegt og þau voru þung sporin hjá Tucker af velli í gær. vísir/getty
Hinn frábæri sparkari Baltimore Ravens, Justin Tucker, gerði dýr mistök í leik liðsins gegn New Orleans í gær. Hann hafði aldrei klikkað á aukastigi á sjö ára ferli en brást á ögurstundu í gær.

Tucker gat þá jafnað metin á lokasekúndum leiksins gegn Saints en brást bogalistin. Svipurinn á honum var ótrúlegur. Hann hreinlega trúði því ekki að hann hefði klikkað á sparkinu.

Skal svo sem engan undra því hann hafði sparkað 222 aukastigum í röð beint í mark. Hann er nákvæmasti sparkarinn í sögu NFL-deildarinnar og á ekki að gera svona mistök.





Tucker var líka öruggur í háskólaboltanum og ef við tökum leikina þar með þá hafði hann skorað 316 aukastig í röð. Þetta var eins og að drekka vatn fyrir hann.

Sparkarinn hefur margoft sagt að heimavöllur Baltimore sé erfiðasti völlurinn til þess að sparka á enda óútreiknanlegir vindar á vellinum. Samt klikkar hann nánast aldrei þar en svo bregðast krosstré sem önnur.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×