Enski boltinn

Ianni kærður en ekki Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho rýkur hér á eftir Ianni.
Mourinho rýkur hér á eftir Ianni. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, verður ekki refsað vegna látanna undir lok leiks Chelsea og Man. Utd um nýliðna helgi.

Einum af þjálfurum Chelsea, Marco Ianni, verður þó refsað enda búið að kæra hann. Ianni var upphafsmaður ólátanna er hann ögraði Mourinho er Chelsea jafnaði leikinn á lokasekúndunum.

Mourinho staðfesti í dag að Ianni hefði beðið sig afsökunar og segir að hann eigi skilið annað tækifæri. Málinu sé lokið af hans hálfu.

„Ég vil þakka Chelsea og Sarri þjálfara. Ungi drengurinn á ekki meira skilið en hann hefur fengið nú þegar. Hann baðst afsökunar og á skilið annað tækifæri. Hann veit vel að það sem hann gerði var rangt,“ sagði Mourinho auðmjúkur.

„Vonandi gera fleiri eins og ég og reyna ekki að hafa áhrif á feril þessa unga manns sem er frábær.“


Tengdar fréttir

Ross Barkley bjargaði stigi fyrir Chelsea

Ross Barkley kom í veg fyrir það að Maurizio Sarri og hans menn í Chelsea upplifðu sitt fyrsta tap í deildinni í vetur með jöfnunarmarki í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×