Handbolti

Logi: Segðu við sjálfan þig að þú sért ógeðslega góður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Logi er vanur fyrirlesari sem skilaði sér í þessari glæsilegu ræðu.
Logi er vanur fyrirlesari sem skilaði sér í þessari glæsilegu ræðu.
Logi Geirsson hélt mikla eldræðu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. Þar ræddi hann um mikivægi sjálfstrausts og gaf fólki góð ráð í þeim efnum.

„Ég vil segja eitt við ykkur sem eruð í þessari deild um sjálfstraust. Það eru tvö atriði sem geta bætt sjálfstraust. Ég var nú með ágætis sjálfstraust,“ segir Logi alvarlegur en sessunautar hans hlæja létt.

„Þetta snýst um A, það sem maður gerir oft verður maður góður í. Líka horfðu í spegil áður en þú ferð út á völlinn og segðu ég er ógeðslega góður. Ég er að fara að massa þetta. Þannig býr maður til sjálfstraust.“

Sjá má eldræðu Loga hér að neðan.



 

Tengdar fréttir

Logi lét dómarann heyra það: „Horfðu á helvítis leikinn“

Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×