Erlent

Skotar ætla að halda táknrænt þjóðaratkvæði um Brexit

Kjartan Kjartansson skrifar
Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, er ein þeirra sem hefur lýst áhyggjum af Brexit.
Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, er ein þeirra sem hefur lýst áhyggjum af Brexit. Vísir/EPA
Heimastjórn Skotlands ætlar að halda táknræna þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en samningur um útgönguna verður lagður fyrir breska þingið. Atkvæðagreiðslan yrði ekki bindandi en er sögð geta verið pólitískt óþægileg fyrir bresku ríkisstjórnina.

Meirihluti kjósenda í Skotlandi greiddu atkvæði gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní árið 2016. Nú segir Michael Russell, stjórnlagaráðherra skosku heimsstjórnarinnar, að heimastjórnin ætli að efna til táknrænnar atkvæðagreiðslu á meðal Skota um Brexit.

„Í þessu mikilvægasta máli allra verður rödd Skotlands að heyrast og hún mun gera það,“ sagði Russell á skoska þinginu, að sögn Reuters.

Skotar myndu styðja tillögu um að Bretland yrði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi þess. Þeir myndu hafna öllum tillögum sem fælu í sér útgöngu úr sambandinu.

Illa hefur gengið hjá bresku ríkisstjórninni að semja við Evrópusambandið um samband þeirra eftir útgönguna í lok mars á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, er ein þeirra sem hefur lýst áhyggjum af því að náist samningar ekki muni það koma niður á efnahag Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×