Enski boltinn

Carrick hætti næstum því í fótbolta vegna þunglyndis

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michael Carrick spilar sinn síðasta leik fyrir Man. Utd í dag.
Michael Carrick spilar sinn síðasta leik fyrir Man. Utd í dag. vísir/getty
Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, hefur verið að opna sig um geðræn vandamál sín að undanförnu en hann glímdi við þunglyndi sem fékk hann næstum því til að hætta í fótbolta.

Í ævisögu sinni greinir hann frá því að eftir tapið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009 á móti Barcelona hafi hann verið á slæmum stað og eftir leikinn glímdi hann um árabil við þunglyndi.

Carrick kvaldist í hljóði og lét ekki einu sinni fjölskyldu sína vita af erfiðleikunum. Þetta varð svo erfitt að hann óskaði eftir því að fá að fara heim af HM 2010 í Suður-Afríku.

„Ég var eiginlega kominn með nóg af fótbolta,“ segir Carrick í viðtali við Sky Sports en hann starfar í dag sem þjálfari hjá Manchester United.

„Það hljómar brjálæðislega að segja þetta en svona leið mér. Þetta varð alltaf verra og verra og ég var alltaf erfiðari við sjálfan mig því mér fannst ég vera að fá allt sem ég vildi.“

„Ég var að spila fyrir frábært félag, var í enska landsliðinu, átti eiginkonu og tvö falleg börn. Ég gat ekki beðið um neitt meira,“ segir Michael Carrick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×