Sigurmark Ítala í uppbótartíma

Smári Jökull Jónsson skrifar
Giorgio Chiellini og Arkadiusz Milik eigast við í leiknum í kvöld.
Giorgio Chiellini og Arkadiusz Milik eigast við í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Ítalir unnu sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni þegar þeir lögðu Pólland á útivelli í kvöld. Ítalía fór þar með uppfyrir Pólland í riðlinum.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferðinni á Ítalíu og höfðu síðan bæði beðið lægri hlut gegn Portúgal.

Ítalía var sterkari aðilinn í leiknum í dag en gekk illa að koma boltanum í netið framhjá Wojchiech Szczesny í marki Pólverja. Þeir áttu meðal annars tvö skot í tréverkið í fyrri hálfleik og því var það kærkomið þegar Cristiano Biraghi, leikmaður Fiorentina, skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

Lokatölur 1-0 og Ítalir því komnir með 4 stig í þriðja riðli A-deildarinnar en þeir mæta Portúal á heimavelli í nóvember. Portúgal á leik til góða og eru því með örlög sín í eigin höndum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira