Fótbolti

Öruggur sigur Portúgals án Ronaldo

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bruma skoraði þriðja mark Portúgala.
Bruma skoraði þriðja mark Portúgala. Vísir/Getty
Portúgal vann öruggan 3-1 sigur á Skotum í vináttuleik í dag en liðin mættust á Hampden Park í Glasgow.

Cristiano Ronaldo var ekki í leikmannahópi Portúgal en hann var heldur ekki valinn fyrir leiki liðsins í September þegar þeir mættu Króötum og Ítölum.

Sigur Portúgala í dag var nokkuð þægilegur. Þeir komust yfir rétt fyrir leikhlé með marki Helder Costa og þeir Eder og Bruma bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik áður en Steven Naismith klóraði í bakkann fyrir Skota í uppbótartíma.

Það er óljóst hver framtíð Ronaldo er hjá landsliðinu en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Hann hefur verið í fréttum undanfarið vegna ásakana um nauðgun árið 2009 í Las Vegas. Ronaldo neitar allri sök í því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×