Erlent

Reyndi að myrða son sinn með keðjusög en varð fyrir sláttuvél

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Douglas Ferguson er 76 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.
Douglas Ferguson er 76 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.
Bandarískur karlmaður á áttræðisaldri er í haldi lögreglu í Tennessee-ríki eftir að hann reyndi að myrða son sinn með keðjusög í júní. Fjarlægja þurfti fótlegg mannsins með skurðaðgerð í kjölfar átakanna. Lögregla gat ekki lagt fram ákæru á hendur Ferguson fyrr en á þriðjudag sökum meiðsla hans.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Sullivan-sýslu í Tennessee var tilkynnt um atvikið þann 28. júní síðastliðinn. Þegar lögregla kom á vettvang fann hún Ferguson liggjandi í blóði sínu. Rannsókn á málinu leiddi í ljós að sonur Ferguson hafi verið að slá garðinn þegar faðir hans réðst að honum með keðjusöginni, sem var í gangi.

Feðgarnir virðast hafa eldað grátt silfur saman um nokkurt skeið, að því er fram kemur í umfjöllun um málið. Ferguson hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og brot á skilorði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×