Erlent

Gíslataka á lestarstöð í Þýskalandi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Köln í Þýskalandi.
Frá Köln í Þýskalandi. Getty/Prisma by Dukas
Lögregla í þýsku borginni Köln hefur sent lið lögreglumanna á lestarstöðina þar í borg eftir að tilkynning barst um gíslatöku.

Búið er að rýma lestarstöðina og hefur þeim orðum verið beint til almennings að halda sig frá lestarstöðinni.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að kona hafi verið tekin sem gísl í apóteki á lestarstöðinni.

Fréttir hafa borist af því að skotið hafi verið úr byssu á lestarstöðinni.

Uppfært 12:28:

Lögregla í Köln segir á Twitter að enginn hafi verið skotinn á lestarstöðinni og að enginn hafi látið lífið í tengslum við atvikið á lestarstöðinni. Ekki hafa þó verið gefnar frekari upplýsingar um málið. 

Uppfært 13:30:

Lögrelga hefur handtekið gíslatökumanninn, en hann ku hafa særst lítillega í áhlaupi lögreglu. Ekki liggur fyrir um ástæður gíslatökunnar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×