Innlent

Kjötfjallið minnkar á milli ára

Höskuldur Kári Schram skrifar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir
Rúmlega 757 tonn af kindakjöti voru til í landinu í lok ágústmánaðar. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar þingmanns Miðflokks.

Þorsteinn spurði ráðherra út í birgðastöðu sauðfjárafurða og breytingar milli ára. Fram kemur í svari ráðherra að í lok ágústmánaðar í fyrra hafi tæplega 1.200 tonn af kjöti verið til í landinu. Í lok ágústmánaðar á þessu ári hafi staðan verið 757 tonn og því hefur kjötfjallið í minnkað um rúm 430 tonn á milli ára.

Þorsteinn óskaði einnig eftir upplýsingum um birgðastöðu einstakra sláturleyfishafa en ráðherra sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu þar sem um væri að ræða upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×