Fótbolti

Shaqiri: Var ekki orðinn stressaður

Smári Jökull Jónsson skrifar
Xherdan Shaqiri reynir á Hannes Þór Halldórsson í leiknum í kvöld.
Xherdan Shaqiri reynir á Hannes Þór Halldórsson í leiknum í kvöld. Vísir/EPA
Xherdan Shaqiri leikmaður Sviss var ánægður með sigur sinna manna á Laugardalsvelli í kvöld og sagðist ekki hafa verið orðinn stressaður þegar Ísland pressaði vel í lokin.

„Þetta var mjög mikilvægt í dag. Við vissum að þetta yrði erfitt hér á þessum velli og í þessum hita gegn íslenska liðinu. Við erum mjög ánægðir að fara heim með þrjú stig," sagði Shaqiri í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn.



„Við vissum að þetta yrði erfiðara og bjuggumst við því sem við sáum á vellinum í kvöld. Það var mikilvægt að koma inn í leikinn og taka yfirhöndina, skapa færi og mér fannst við eiga sigurinn skilinn," bætti hann við en Ísland náði töluverðri pressu eftir að Alfreð Finnbogason minnkaði muninn á 81.mínútu.

Shaqiri sagðist ekki hafa verið orðinn stressaður á síðustu mínútunum.

„Ekki stressaður en Ísland reyndi allt til að jafna og þannig er fótbolti. Við áttum erfitt í lokin en ef við hefðum komist í 3-0 hefði leikurinn verið búinn. Það voru okkar mistök að hleypa Íslendingunum inn í leikinn. Við erum afar ánægðir að við skyldum vinna."


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Gylfi bestur

Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki.

Kári: Auðvitað mjög pirrandi

Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld.

Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur

Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×