Menning

Við erum öll á ferðalagi um lífið þó farartækin séu ólík

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sara segir nokkrar svipmyndir og vangaveltur á sýningunni.
Sara segir nokkrar svipmyndir og vangaveltur á sýningunni.
Vort daglegt brauð nefnir Sara Vilbergsdóttir nýjustu sýningu sína. Hana opnar hún í Gallerí Göngum í Háteigskirkju á sunnudag, 21. október klukkan 16. Þar eiga stefnumót verk á ólíkum aldri, það elsta er frá 2006 og yngsta rétt óþornað.

Í stuttu máli sagt fjalla verkin öll um tilvistina í henni veröld, að því er listakonan lýsir. „Við erum öll á ferðalagi um lífið þó farartækin séu ólík. Sjónarhornin og tækifærin eru mismunandi. Verkin endurspegla nokkrar svipmyndir og vangaveltur úr ferðalagi Söru um lífið. Þau eru unnin með blandaðri tækni, í pappamassa, akríl og olíu svo eitthvað sé nefnt.

Sara hefur haldið fjölmargar sýningar bæði heima og erlendis og einnig unnið við dúettmálun með systur sinni, Svanhildi Vilbergsdóttur, undanfarin átta ár.

Gallerí Göng byrjaði starfsemi sína í vor. Gengið er inn safnaðarheimilismegin eða að norðanverðu við kirkjuna.

Allir eru velkomnir á opnunina, þar eru léttar veitingar í boði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×