Sport

Útherji kastaði fyrir frábæru snertimarki í stórsigri Denver | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Denver menn eru með þrjá sigra og fjögur töp en Arizona einn sigur og sex töp.
Denver menn eru með þrjá sigra og fjögur töp en Arizona einn sigur og sex töp. vísir/getty
Denver Broncos lék sér að Arizona Cardinals í fimmtudagsleik sjöundu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta sem fram fór í nótt en Denver-liðið vann 45-10 sigur á heimavelli sínum.

Úrslitin voru eiginlega ráðin eftir fyrsta leikhluta en í honum skoruðu heimamenn þrjú snertimörk á móti einu vallarmarki gestanna og voru 21-3 yfir eftir fimmtán mínútur.

Niðurlægingin hófst strax í fyrsta leikhluta því Denver-menn tóku upp á því að láta útherjann Emmanuel Sanders kasta boltanum inn í endamarkið á Courtland Sutton sem greip frábærlega og skoraði glæsilegt snertimark.

Ekki á hverjum degi sem útherji, sem vinnur við að að grípa boltann,  kastar fyrir snertimarki og hvað þá að gera það með svona stæl.

Case Keenum, leikstjórnandi Denver, hafði það náðugt og kláraði aðeins fjórtán sendingar af 21 fyrir 161 jarda og kastaði fyrir einu snertimarki en Josh Rosen, leikstjórnandi Arizona, kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér.

ALlt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×