Lífið

Hafnaði boði um að troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Söngkonan Rihanna kemur frá Barbados.
Söngkonan Rihanna kemur frá Barbados. Getty/Brendon Thorne
Fyrir um mánuði var tilkynnt að bandaríska sveitin Maroon 5 myndi troða upp í hálfleik úrslitaleiks ameríska fótboltans, SuperBowl, þann 3. febrúar næstkomandi. US Weekly segir nú frá því að svo virðist sem að sveitin hafi þó ekki verið fyrst til að fá boðið.

Blaðið greinir frá því að söngkonan Rihanna hafi fyrst verið spurð hvort hún vildi sjá um hálfleikssýninguna.

Samkvæmt US Weekly  á Rihanna að hafa hafnað boðinu þar sem hún styðji Colin Kaepernick og skoðanabræður hans, en Kaepernick var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum.

Rihanna sé sammála Kaepernick og þar með á öndverðu meiði og meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti sem hefur harðlega gagnrýnt Kaepernick og félaga og sakað þá um vanvirðingu.

Úrslitaleikurinn fer fram á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta í Georgíuríki. Justin Timberlake var aðalnúmerið í hálfleik Ofurskálarinnar fyrr á þessu ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×