Ross Barkley bjargaði stigi fyrir Chelsea

Dagur Lárusson skrifar
Barkley skoraði jöfnunarmarkið.
Barkley skoraði jöfnunarmarkið. vísir/getty
Ross Barkley kom í veg fyrir það að Maurizio Sarri og hans menn í Chelsea upplifðu sitt fyrsta tap í deildinni í vetur með jöfnunarmarki í uppbótartíma. 

 

Fyrir leikinn var Chelsea með 20 stig á toppi deildarinnar ásamt City og Liverpool á meðan United voru mikið neðar í töflunni. Mikið hefur verið gagnrýnt Mourinho á leiktíðinni og voru fáir sem voru að búast við sigri United í þessum leik. 

 

Chelsea var með tögl og haldir á leiknum og fyrri hálfeiknum og sáu liðsmenn United varla til sólar. Það var Antonio Rudiger sem kom Chelsea yfir um miðbik hálfleiksins með skalla úr hornspyrnu en Paul Pogba náði ekki að dekka hann nægilega vel í teignum. 

 

Liðsmenn United mættu hinsvegar öflugri til leiks í seinni hálfeikinn og sköpuðu sér færi. Eitt af þeim færum fékk Anthony Martial eftir þunga sókn United og skoraði hann af öryggu framhjá Kepa í marki Chelsea og United því búið að jafna metin. 

 

Eftir þetta mark sóttu liðsmenn United mikið og allt stefndi í það að þeir myndu ná forystunni og gerðist það á 73. mínútu en þá var Martial aftur á ferðinni eftir glæsilega skyndisókn þeirra rauðklæddu. 

 

Liðsmenn Chelsea reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og gerðist það í uppbótartíma þegar David Luiz átti skalla í stöng og Ross Barkley fylgdi eftir og skoraði og lokastaðan því 2-2.

 

Eftir leikinn er United með 14 stig í 8. sæti deildarinnar á meðan Chelsea er á toppnum, a.m.k. um stundarsakir.

 

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira