Fótbolti

Arnór og Hörður spiluðu í sigri CSKA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður í leik með CSKA
Hörður í leik með CSKA vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskva þegar liðið heimsótti Anzhi Makhachkala í fyrsta leik 11.umferðar rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag.

Hörður lék allan leikinn í hjarta varnarinnar og hjálpaði liði sínu að halda markinu hreinu. CSKA Moskva tókst hins vegar að skora tvö mörk og unnu því leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Nikola Vlasic, lánsmaður frá Everton, kom CSKA yfir í fyrri hálfleik og Fedor Chalov tvöfaldaði forystuna á 71.mínútu. Ungstirnið Arnór Sigurðsson var þá nýkominn inná fyrir Alan Dzagoev.

CSKA situr í þriðja sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir toppliði Zenit St. Pétursborg.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×