Fótbolti

Börsungar hafa ekki rætt um endurkomu Neymar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neymar var ekki lengi að skora í dag.
Neymar var ekki lengi að skora í dag. vísir/getty
Samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi er Brasilíumaðurinn Neymar á förum frá PSG næsta sumar en hann ku hafa gert munnlegt samkomulag við Nasser Al-Khelfari, forseta Parísarliðsins.



Spænski fjölmiðillinn El Mundo Deportivo greindi frá því í gær að Barcelona myndi veita Real Madrid samkeppni um þennan 26 ára gamla sóknarmann sem lék auðvitað með Barcelona áður en hann gekk í raðir PSG sumarið 2017.



Jordi Cardoner, varaforseti Barcelona, tekur hins vegar fyrir að það hafi verið rætt að fá Neymar aftur til félagsins þó hann útiloki ekki að sá möguleiki verði skoðaður í framtíðinni.

,,Enginn innan stjórnar Barcelona hefur talað um að fá Neymar aftur. Ég get í raun ekki svarað þessu því það hefur ekkert verið rætt um þetta,” segir Cardoner.

,,Ef við myndum vilja fá hann þyrfti að ræða það innan stjórnarinnar. Sú umræða hefur ekki verið tekin hingað til.”

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×