Fótbolti

Þórir Guðjónsson úr Grafarvogi í Kópavog

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr gulu í grænt
Úr gulu í grænt Knattspyrnudeild Breiðabliks
Sóknarmaðurinn knái Þórir Guðjónsson er genginn til liðs við Pepsi-deildarlið Breiðabliks en hann kemur til félagsins frá Fjölni sem féll úr Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.

Hjá Breiðablik hittir Þórir fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá Fjölni þar sem Ágúst Gylfason heldur um stjórnartaumana í Kópavoginum.

Þórir er 27 ára gamall og gerir tveggja ára samning við Blika en hann hefur leikið með Val og Leikni Reykjavík auk Fjölnis.

Hann skoraði aðeins þrjú mörk í 20 leikjum í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en alls hefur hann leikið 164 leiki í tveimur efstu deildum Íslands og skorað í þeim 44 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×