Handbolti

Grótta vonast til þess að fá undanþágu: „Mannleg mistök“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Garðarsson er íþróttastjóri Gróttu.
Kári Garðarsson er íþróttastjóri Gróttu. vísir/skjáskot
Forráðamenn Gróttu vonast til þess að fá undanþágu frá HSÍ til að getað leikið sinn fyrsta leik í Olís-deildinni á heimavelli á sunnudag. Endurbætur á íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi fóru ekki eins og ráð var gert fyrir.

Mistök á hönnun á viðbyggingu við íþróttahúsið á Seltjarnanesi í sumar hafi orðið þess valdandi að Grótta hefur ekki getað leikið heimaleik í Olís-deildinni það sem af er leiktíð.

„Þetta eru mannleg mistök sem gerðust í þessu ferli sem hafa verið í gangi hjá okkur undanfarnar vikur og mánuði. Við erum að vinna hörðum höndum að gera salinn klárann fyrir veturinn,” sagði Kári Garðarsson, íþróttastjóri Gróttu.

„Svo er unnið að varanlegri lausn á málinu og það sér fyrir endann á því,” en hvað er ábótavant í salnum eins og hann er núna?

„ Öryggissvæðið fyrir aftan mörkin er einn og hálfur metur, ekki tveir. Það þýðir að salurinn var styttur um meter á lengd. Hann var í lagi fyrir framkvæmdir en er núna með hálfan meter sem vantar upp á.”

Forráðamenn Gróttu hafa unnið að bráðabirgðarlausn í samkvæmdi við HSÍ og nú er lausn í sjónmáli.

„Við þurfum að gera ýmsir úrbætur, sérstaklega hérna á veggjum og skotum sem eru fyrir aftan mörkin. Við þurfum að laga líka gönguleiðirnar fyrir aftan bæði mörkin. Þetta er að klárast hjá okkur og verður klárt fyrir sunnudaginn.”

„Þetta er talsvert tjón og hefur verið höfuðverkur að leysa þetta nú til skamms tíma og ekki síður að fá þessi varanlegu lausn sem verður vonandi farið í um áramótin,” sagði Kári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×