Úlfarnir sóttu stig á Old Trafford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Moutinho fagnar jöfnunarmarki sínu
Moutinho fagnar jöfnunarmarki sínu vísir/getty
Nýliðar Wolves náðu í stig á Old Trafford þegar þeir sóttu Manchester United heim í dag. Joao Moutinho tryggði Wolves stig með marki í seinni hálfleik.

Gestirnir í Wolves áttu hættulegri færi í upphafi og hefðu getað verið komnir yfir en það voru heimamenn sem tóku forystuna með marki frá Fred á 18. mínútu.

Paul Pogba átti frábæra snertingu sem sendi boltann í hlaupið hjá Brasilíumanninum. Hann kláraði vel framhjá Rui Patricio í markinu og kom United yfir.

Fred hefði getað tvöfaldað markafjölda sinn og United í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skaut beint úr aukaspyrnu. Patricio varði meistaralega í slánna og bjargaði Wolves frá því að lenda 2-0 undir.

Í seinni hálfleik byrjuðu gestirnir af krafti líkt og í þeim fyrri og í þetta skiptið uppskáru þeir. Joao Moutinho skoraði eftir sendingu frá Raul Jimenez, David de Gea átti ekki möguleika í markinu.

Eftir markið tóku gestirnir yfirhöndina í leiknum en gáfu eftir þegar leið á leikinn og heimamenn sóttu á þá. Sigurmarkið kom þó ekki, 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Annars staðar í dieldinni vann Manchester City mjög öruggan 0-5 útisigur á Cardiff, Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Cardiff vegna meiðsla. Sergio Aguero, Bernardo Silva, Ilkay Gundogan og Riyad Mahrez voru á skotskónum fyrir City.

Leicester vann Huddersfield á heimavelli sínum og Crystal Palace og Newcastle gerðu jafntefli.

Öll úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni:

Fulham - Watford 1-1

Burnley - Bournemouth 4-0

Cardiff - Manchester City 0-5

Crystal Palace - Newcastle 0-0

Leicester - Huddersfield 3-1

Liverpool - Southampton 3-0

Manchester United - Wolves 1-1

Brighton og Tottenham mætast kklukkan 16:30

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira