Lífið

Svona geta drónar aðstoðað við leit og björgun hjá Landsbjörg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drónar geta skipt miklu máli við leit og björgun.
Drónar geta skipt miklu máli við leit og björgun.
„Saga dróna í leit og björgun á Íslandi er frekar stutt og nær aftur til ársins 2015,“ segir Ólafur Jón Jónsson, umsjónarmaður dróna hjá Landbjörg, í innslagi sem sýnt verður í söfnunarþætti Stöðvar 2 og Landsbjargar á Stöð 2 í kvöld en útsending hefst klukkan 19:25. 

Landsbjörg er í kynningar- og fjáröflunarátaki undir yfirskriftinni: „Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig.“

„Það eru fjölmargar sveitir sem eru að taka þetta upp og þetta hefur bara verið að aukast. Drónar henta afar vel við leit á stórum svæðum helst þar sem er sléttlendi og enginn gróður. Þar sem við getum verið að fljúga tiltölulega hátt yfir jörðinni og höfum góða sýn yfir.“  

Hann segir að drónar séu mikið notaðir til að skoða aðkomu að fólki í vanda á landinu. Einnig er rætt við Sverri Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra hjá brunavörnum Árnessýslu.

Boðið verður upp á bland af áhugaverðum fróðleik og skemmtilegum innslögum úr starfi björgunarsveita landsins. Markmið útsendingarinnar er að safna bakvörðum sem styrkja starf félagsins með mánaðarlegum framlögum. Kynnar verða Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Hersir Aron Ólafsson.

Hér að neðan má sjá innslag sem verður í þættinum í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×