Enski boltinn

Emery: Titlar mikilvægari en fjórða sætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Unai Emery ætlar sér að vinna titil á fyrsta tímabili sínu hjá Arsenal. Hann segir það mikilvægara en að enda í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þegar Arsene Wenger var við stjórnvöllin hjá Arsenal var félagið oft á tíðum gagnrýnt fyrir það að leggja áherslu á að enda í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni en ekki stefna hærra.

Síðustu tvö tímabil hefur félagið ekki náð fjórða sæti og því ekki komist í Meistaradeildarsæti. Emery vill leggja áherslu á að komast aftur í Meistaradeildina, en hann telur Evrópudeildina vera bestu leiðina til þess.

„Fyrir mig er Evrópudeildin mjög mikilvæg. Þetta er titill og besta leiðin er að ná í titla, þar liggur besta framtíðin,“ sagði Emery.

Emery þekkir það vel að vinna Evrópudeildina, hann gerði það þrisvar í röð með Sevilla.

„Úrvalsdeildin er líka mjög mikilvæg því við byggjum tímabilið í kringum hana,“ sagði Emery.

Arsenal mætir Everton í síðasta leik sjöttu umferðar úrvalsdeidlarinnar klukkan 15:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×