Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Ökumaður var handtekinn eftir harðan árekstur í Borgarnesi í gær og gefa forprófanir lögreglu til kynna að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Maðurinn ók jeppa sínum yfir á öfugan vegarhelming og lenti á tveimur bílum sem komu úr gagnstæðri átt. Atvikið náðist á myndband sem verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum.

Við ræðum við yfirlögregluþjón á Suðurlandi sem hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka af festu á þessum málum en viðurkennir um leið að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.

Við rýnum í nýtt áfengisfrumvarp en flutningamaður segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga.

Litið verður í heimsókn í Húsdýragarðinn þar sem landnámshænuungar komu óvænt í heiminn á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×