Innlent

Fjölmenni við skólasetningu Lýðháskólans á Flateyri

Andri Eysteinsson skrifar
Athöfnin var haldin í íþróttahúsinu á Flateyri. Meðal gesta var forseti Íslands.
Athöfnin var haldin í íþróttahúsinu á Flateyri. Meðal gesta var forseti Íslands. Mynd/Aðsend
Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn á laugardaginn að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og fjölda annarra gesta. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum.

Skólinn er fullsetinn þetta fyrsta skólaár en 30 nemendur stunda nám við skólann á tveimur deildum.

Nemendum fylgja starfsfólk, makar og börn en alls hafa á fimmta tug íbúa bæst við Flateyri vegna Lýðháskólans. Íbúum hefur því fjölgað um 30%

Í tilkynningu frá skólanum segir að skólinn byggi á norrænum lýðháskólavenjum og í skólanum hefur fólk frelsi til menntunar út frá eigin forsendum.

Ekki er byggt á prófum einkunnum eða gráðum heldur á skólinn að skapa nemendum sínum aðstæður og umgjörð til náms og menntunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×