Enski boltinn

Loris Karius: Ég flúði ekki Liverpool

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Karius gerði skelfileg mistök í úrslitaleiknum
Karius gerði skelfileg mistök í úrslitaleiknum Vísir/Getty
Loris Karius, markvörður Liverpool segist ekki hafa flúið Liverpool er hann yfirgaf félagið til Besiktast á lánssamningi eftir mistök sín í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili.



Liverpool tapaði gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 3-1 en Karius gerði tvö slæm mistök í leiknum sem kostuðu Liverpool tvö mörk.



Sjálfstraust Karius var ekki í hæstu hæðum í æfingarleikjum Liverpool í sumar og hélt hann áfram að gera mistök.



Eftir Liverpool keypti brasilíska markvörðinn Alisson frá Roma á háar fjárhæðir var Karius lánaður til Tyrklands í tvö ár.



Karius hefur nú tjáð sig í fyrsta skiptið eftir félagaskiptin.



„Ég átti ekki í neinum vandamálum við Jurgen Klopp, reyndar er samband okkar frábært. Hann kenndi mér aldrei um mistökin í Kænugarði,“ sagði Karius.



„Ég hefði getað verið áfram hjá Liverpool og spilað nokkra leiki en ég vildi vera númer eitt og spila alla leiki. Enginn sagði mér að yfirgefa Liverpool og ég hljóp ekki í burtu.“



„Pressan var orðin svo mikil frá fjölmiðlum og Liverpool þurfti að bregðast við, sem setti mig í vonda stöðu. En svona er fótboltinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×