Fótbolti

Hörður Björgvin stýrði stuðningsmannasöng CSKA Moskvu

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hörður Björgvin í baráttunni í leik með CSKA Moskvu
Hörður Björgvin í baráttunni í leik með CSKA Moskvu Vísir/Getty
Hörður Björgvin Magnússon er kominn í nýtt hlutverk hjá liði sínu CSKA Moskvu en hann er nú farinn að stýra stuðningsmannasöngvum félagsins.



CSKA Moskvu mætti í gær nágrönnum sínum úr Moskvuborg, Spartak en Hörður var ekki með vegna meiðsla.



Leikurinn endaði 1-1 en Arnór Sigurðsson, liðsfélagi Harðar hjá CSKA Moskvu kom inn á í leiknum í sínum fyrsta deildarleik.



Hörður Björgvin var að sjálfsögðu í stúkunni á leiknum og má sjá myndband af því hér fyrir neðan þegar hann grípur í míkrafóninn og stýrir stuðningsmannasöngnum hjá CSKA Moskvu.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×