Lífið

Sjáðu sjö ára söngkonu negla bandaríska þjóðsönginn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá Maleu Emmu Tjandrawidajaja ásamt Zlatan Ibrahimović.
Hér má sjá Maleu Emmu Tjandrawidajaja ásamt Zlatan Ibrahimović. Vísir/LA Galaxy
Malea Emma Tjandrawidajaja er nafn sem fáir kannast við, en það er nafn sjö ára söngkonu sem hefur vægast sagt vakið athygli í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, eftir hreint út sagt magnaðan flutning á bandaríska þjóðsöngnum fyrir viðureign knattspyrnuliðanna LA Galaxy og Seattle Sounders síðustu helgi.

Stúlkan, sem oftast er kölluð Malea Emma, fékk að syngja þjóðsönginn fyrir framan 27.000 gesti StubHub Center vallarins, sem er heimavöllur LA Galaxy, eftir að hún vann keppni um að fá að koma þar fram.

Flutningur Tjandrawidajaja hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu og hefur myndband af honum fengið tæpar eina og hálfa milljón áhorfa á innan við sólarhring. Myndband af flutningnum má sjá neðst í fréttinni. 

Tjandrawidajaja hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn en meðal þeirra sem hafa hrósað henni er knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimović sem leikur með LA Galaxy. Hann tísti í gær myndbandinu af flutningi Tjandrawidajaja með tilheyrandi lofi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×