Viðskipti innlent

190 milljóna króna söluhagnaður Kristínar

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Kviku
Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Kviku
Fjárfestingafélag í eigu Kristínar Péturs­dóttur, stjórnarformanns Kviku banka, hagnaðist um 220 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, KP Capital.

Stærstur hluti hagnaðarins kemur til vegna söluhagnaðar upp á 189 milljónir króna vegna sameiningar Kviku og Virðingar, sem gekk endanlega í gegn í nóvember í fyrra, en Kristín átti um níu prósenta hlut í Virðingu og var stjórnarformaður verðbréfafyrirtækisins. Arðstekjur félagsins voru jafnframt rúmlega 22 milljónir króna á árinu.

Félag Kristínar átti eignir upp á ríflega 290 milljónir króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess á sama tíma um 257 milljónir króna. Til samanburðar voru eignir félagsins 159 milljónir og eigið fé 52 milljónir í lok árs 2016.

Kristín tók við formennsku í stjórn Kviku af Þorsteini Pálssyni á aðalfundi fjárfestingabankans í mars síðastliðnum en Þorsteinn hafði verið stjórnarformaður bankans og forvera hans, MP banka, frá árinu 2011.




Tengdar fréttir

Kvika og einkafjárfestar kaupa lóðir í Vogabyggð

Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis.

Kvika banki að kaupa GAMMA

Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×