Fótbolti

Bayern missteig sig gegn Augsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Bayern München tapaði stigum gegen Augsburg á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er liðin skildu jöfn 1-1.

Bayern var með fullt hús stiga fyrir leikinn gegn Augsburg sem hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á Allianz-leikvanginum í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en á þriðju mínútu síðari hálfleiks skoraði Arjen Robben eftir undirbúning Sergie Gnabry.

Jöfnunarmark Augsburg skoraði Felix Götze fjórum mínútum fyrir leikslok er hann skoraði með maganum eftir hornspyrnu Augsburg.

Bæjarar mótmæltu en ekkert athugavert var við markið og lokatölur urðu 1-1. Fyrstu stigin sem Bæjarar tapa á tímabilinu.

Bæjarar eru þó enn á toppnum með 13 stig en Augsburg er í tólfta sætinu með fimm stig. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder Bremen sem vann 3-1 sigur á Hertha Berlin á heimavelli.

Werder er í öðru sæti deildarinnar með ellefu stig en Berlín er í þriðja sætinu með einu stigi minna en Werder.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×