Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp mark Burnley sem féll úr leik gegn C-deildarliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann og félagar fagna markinu í kvöld.
Jóhann og félagar fagna markinu í kvöld. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Burnley sem datt úr enska deildarbikarnum fyrir C-deildarliðinu Burton Albion. Lokatölur 2-1 sigur Burton.

Hornspyrna Jóhanns endaði beint á kollanum á Kevin Long sem stangaði boltann í netið og kom Burnley yfir á 40. mínútu en Burnley var 1-0 er flautað var til hálfleiks.

Mörk Liam Boyce og Jamie Allen í síðari hálfleik gerðu það hins vegar að verkum að leik Burnley í Carabao-Cup þetta árið er lokið en Jóhann Berg spilaði allan leikinn fyrir Burnley.

Manchester City er hins vegar komið áfram eftir 3-0 sigur á Oxford á útivelli. Gabriel Jesus, Riyad Mahrez og gutinn Phil Foden skoruðu mörk City; Jesus í fyrri hálfleik en þeir Mahrez og Foden í þeim síðari.

Fulham kláraði Millwall nokkuð auðveldlega, 3-1. Joe Bryan og Luca de la Torre komu Fulham í 2-0 áður en heimamenn minnkuðu muninn. Cyrus Christe innsiglaði svo sigur Fulham.

Bournemouth þurfti sigurmark frá Callum Wilson í uppbótartíma til að slá út Blackburn en lokatölur urðu 3-2 sigur Bournemouth sem komst 2-0 yfir í leiknum.

Norwich vann 4-3 sigur á Wycombe í markaleik en Norwich komst í 4-1 í leiknum. Blackpool sló út QPR, 2-0 með mörkum frá Jay Spearing og Armand Gnanduillet.

Úrslit kvöldsins:

Bournemouth - Blackburn 3-2

Blackpool - QPR 2-0

Burtion - Burnley 2-1

Millwall - Fulham 1-3

Oxford - Man. City 0-3

Preston - Middlesbrough 2-2 (Middlesbrough áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Wolves - Leicester 0-0 (Leicester áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Wycombe - Norwich 3-4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×