Erlent

Fundu 400 ára gamalt skip við strendur Portúgal

Samúel Karl Ólason skrifar
Krydd, krukkur frá Kína og fallbyssur merktar Portúgal eru meðal þess sem hafa fundist.
Krydd, krukkur frá Kína og fallbyssur merktar Portúgal eru meðal þess sem hafa fundist. EPA/Cascais
Fornleifafræðingar hafa fundið um 400 ára flak skips sem sökk undan ströndum Portúgal á tímabilinu 1575 til 1625. Um er að ræða einhvern merkasta fornleifafund Portúgal í minnst áratugi. Krydd, krukkur frá Kína og fallbyssur merktar Portúgal eru meðal þess sem hafa fundist.



Þá fundust einnig svokallaðar cowry-skeljar sem notaðar voru við kaup og sölu þræla.

Verið var að sigla skipinu aftur til Portúgal frá Indlandi þegar það sökk nærri bænum Cascais. Það hefur tekið fornleifafræðingana um tíu ár að finna flakið sem liggur á tólf metra dýpi. Nánar tiltekið í munna Tagus-árinnar.

Talið er að fjölmörg skip hafi sokkið þar í gegnum tíðina og fannst til dæmis eitt árið 1994.

Skipið fannst þann 3. september en fundurinn var ekki opinberaður í fyrr en í gær. Samkvæmt BBC er skipið talið í góðu ásigkomulagi, miðað við aldur þess og aðstæður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×