Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands vill verða borgarstjóri Barcelona

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Manuel Valls tilkynnti um framboð sitt í dag.
Manuel Valls tilkynnti um framboð sitt í dag. Vísir/getty
Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, vill verða næsti borgarstjóri Barcelona. Hann tilkynnti um framboð sitt í dag og flutti hann ræðuna sína á þremur tungumálum; katalónsku, spænsku og frönsku. Hann hefur að undanförnu dvalið á Spáni.

Valls, sem var forsætisráðherra í forsetatíð Francois Holland, fæddist í Barcelona árið 1962 en hefur búið í Frakklandi nær allt sitt líf. Faðir hans er frá Katalóníu en móðir hans er af svissneskum og ítölskum ættum.

Þegar blaðamaður Reuters spurði hann hvort það myndi marka endalok ferilsins í stjórnmálum ef hann tapaði í kosningunum sagðist Valls ekki vilja tjá sig um það. Ljóst má vera að það er á brattann að sækja fyrir Valls.

Íbúar Evrópusambandsins sem vilja bjóða sig fram til sveitarstjórna í öðru landi en þeir fæddust í verða að mæta ákveðnum skilyrðum. Viðkomandi þarf til að mynda að hafa landvistarleyfi í viðkomandi landi og vera á kjörskrá, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×