Erlent

Prestur fullur undir stýri á leið í fermingu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Presturinn fékk sér rauðvín.
Presturinn fékk sér rauðvín. Vísir/getty
Prestur í Noregi hefur verið dæmdur í 14 daga skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 20.000 norskar krónur í sekt vegna ölvunaraksturs auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 12 mánuði.

Presturinn hafði að kvöldlagi skálað við kærustu sína sem hann ræddi við á FaceTime. Hann hafði skrúfað frá rauðvínsbelju og var þess vegna ekki með það á hreinu hversu mikið hann hafði drukkið. Þetta var kvöldið fyrir guðsþjónustu þar sem ferma átti fjölda barna.

Presturinn hætti samtalinu við kærustuna fyrir miðnætti þar sem hann ætlaði að leggja snemma af stað morguninn eftir. Á leið í ferminguna var hann stöðvaður af lögreglu og reyndist áfengismagnið vera 0,58 prómill. Hinn dæmdi starfar ekki lengur sem prestur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×