Erlent

Rússneskur stjórnarandstæðingur fluttur á sjúkrahús í Berlín eftir mögulega eitrun

Kjartan Kjartansson skrifar
Verzilov ritstýrir vefsíðu sem fylgist með stöðu mannréttindamála í Rússlandi.
Verzilov ritstýrir vefsíðu sem fylgist með stöðu mannréttindamála í Rússlandi. Vísir/AP

Pjotr Verzilov, þekktur stjórnarandstæðingur í Rússlandi, sem veiktist hastarlega í vikunni var fluttur með sérstöku sjúkraflugi til meðferðar í Berlín í kvöld. Félagar í listahópnum Pussy Riot sem Verzilov hefur unnið með hafa gefið í skyn að eitrað hafi verið fyrir honum.

Þýska blaðið Bild hefur eftir ættingja Verzilov að hann hafi tapað sjón og geti hvorki talað né gengið. Hann verði fluttur á ónefnt sjúkrahús í þýsku höfuðborginni til meðferðar.

Verzilov, sem er þrítugur, hljóp inn á völlinn á meðan úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu stóð yfir í Moskvu í júlí ásamt þremur konum úr Pussy Riot. Þau voru handtekin og fangelsuð fyrir gjörninginn en með honum vildu fjórmenningarnir krefjast þess að pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi og ólögmætum handtökum hætt í Rússlandi.

Nadezhda Verzilov, eiginkona hans, er þess fullviss að Verzilov sé fórnarlamb tilræðismanna, að því er segir í frétt Reuters.

„Ég trúi því að eitrað hafi verið fyrir honum vísvitandi og að það hafi verið tilraun til þess að ógna honum eða drepa hann,“ segir hún.


Tengdar fréttir

Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur

Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag.

Liðsmönnum Pussy Riot sleppt

Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×