Handbolti

Seinni bylgjan: Hefði labbað út ef ég væri þjálfari ÍR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Berg og Logi létu ÍR-inga heyra það.
Gunnar Berg og Logi létu ÍR-inga heyra það.
Það var boðið upp á háspennuleik í Mosfellsbænum í gær er ÍR heimsótti Aftureldingu. Það verður seint sagt að ÍR hafi farið vel að ráði sínu undir lok leiksins.

Er tvær mínútur voru eftir af leiknum kastaði liðið boltanum frá sér og nenntu svo ekki að hlaupa til baka. Lokasókn liðsins í leiknum var síðan svo léleg að liðið náði ekki skoti á markið.

„Þetta er djók. Af hverju hlaupið þið ekki til baka? Í alvöru talað. Ef þú missir boltann þá hleypur þú til baka,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson en strákarnir áttu ekki orð yfir uppgjöf ÍR-inga. Afturelding klúðraði nefnilega hraðaupphlaupinu en vinstri hornamaður Aftureldingar náði frákastinu.

„Ef ég hefði verið Bjarni þá hefði ég labbað út úr húsinu. Ég hefði bara sagt starfi mínu lausu. Ég hefði gert það og sturlast á þessu hjá liðinu. Ég hef ekki séð annað eins rugl,“ sagði Logi Geirsson.

Sjá má hneykslun Seinni bylgjunnar á uppgjöf ÍR-inga hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×