Handbolti

Stephen Nielsen búinn að skora fleiri mörk en allir hinir markverðirnir til samans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Nielsen.
Stephen Nielsen. Mynd/S2 Sport
Stephen Nielsen, markvörður ÍR-liðsins, var þriðji markahæsti leikmaður liðsins á móti Aftureldingu í gær þrátt fyrir að fara aldrei í sókn.

Stephen Nielsen skoraði fjögur mörk yfir allan völlinn í gær og hefur þar með skorað fimm mörk í fyrstu tveimur umferðum Olís deildar karla.

Það voru aðeins Bergvin Þór Gíslason (10) og Sturla Ásgeirsson (6) sem skoruðu fleiri mörk fyrir ÍR-liðið á Varmá í gærkvöldi en umræddur Stephen Nielsen.

Á meðan Stephen Nielsen hefur skorað fimm mörk hafa allir hinir markverðir deildarinnar skorað samanlagt fjögur mörk samkvæmt tölfræði HBStatz.

Stephen Nielsen er einnig búinn að bæta árangur sinn í fyrra þegar hann skoraði samtals 4 mörk í 17 leikjum.

Björgvin Páll Gústavsson skoraði flest mörk markvarða í deildarkeppninni í fyrra eða 12 mörk en í 2. sæti komu þeir Grétar Ari Guðjónsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með fimm mörk hvor. Grétar Ari og Viktor Gísli hafa báðir opnað markareikning sinn í vetur en eru engu að síður langt á eftir Stephen Nielsen.

Flest mörk markvarða í Olís deild karla 2018-19

(Tölfræði frá HB Statz eftir 2 umferðir)

Stephen Nielsen, ÍR 5

Grétar Ari Guðjónsson, Haukum 1

Arnór Freyr Stefánsson, Aftureldingu 1

Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram 1

Pawel Kiepulski, Selfoss 1



Hér fyrir neðan má sjá mörkin sem Stephen Nielsen skoraði í leiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×