Handbolti

Haukar og Fram byrja á sigrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bertha skoraði átta mörk í kvöld.
Bertha skoraði átta mörk í kvöld. vísir/bára
Íslandsmeistarar Fram í Olís-deild kvenna byrja tímabilið á sigri en meistararnir unnu sex marka sigur á Selfyssingum í kvöld, 30-24.

Leikið var í nýja íþróttahúsinu á Selfossi, Hleðslu-höllinni, en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Fram leiddi í hálfleik 15-13.

Íslandsmeistararnir voru einfaldlega sterkari í síðari hálfleik. Lokatölur urðu sex marka sigur þeirra, 30-24, og byrjar titilvörnin því á sigri.

Ragnheiður Júlíusdóttir gerði sjö mörk fyrir Fram, Steinunn Björnsdóttir sex og Þórey Rósa Stefánsdóttir fimm. Hildur Þorgeirsdóttir bætti svo við fjórum mörkum.

Hjá heimastúlkum var það Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem var markahæst. Hún skoraði átta mörk en þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu sex hvor.

Haukar, sem urðu meistarar meistaranna á dögunum, byrja einnig á sigri í deildinni því í kvöld vann liðið nýliða HK örugglega, 27-18.

Haukarnir byggðu upp gott forskot í fyrri hálfleiknum. Þær leiddu í hálfleik 13-7 og þær létu það forskot aldrei af hendi. Munurinn varð að endingu níu mörk.

Sigríður Hauksdóttir var í sérflokki hjá nýliðunum en hún skoraði níu mörk. Berta Rut Harðardóttir og Maria Pereira drógu vagninn hjá Haukum en þær skoruðu átta mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×