Viðskipti erlent

Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð

Sylvía Hall skrifar
Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna.
Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. Andlit herferðarinnar er NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick.

Kaepernick vakti mikla athygli árið 2016 þegar hann mótmælti kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki í NFL-deildinni. Ákvörðunin reyndist honum dýrkeypt, en Kaepernick hefur átt í erfiðleikum með að landa samningi síðan.

Óánægjan virðist þó ekki vera á meðal allra, en sölutölur sýna að sala fyrirtækisins jókst um 31% yfir verkalýðshelgina eftir að herferðin var sett af stað á samfélagsmiðlum og í auglýsingum, samanborið við 17% aukningu á sama tíma í fyrra.

Í auglýsingunni má sjá skýra skírskotun í mótmæli hans og afleiðingar þeirra, en þar segir: „Trúðu á eitthvað, þó það þýði að fórna öllu“.





Margir lýstu yfir óánægju með herferðina og tóku margir upp á því að kveikja í varningi frá Nike í mótmælaskyni undir myllumerkinu #JustBurnIt. Þá tjáði Donald Trump sig einnig um hana og sagði fyrirtækið fá slæma útreið vegna hennar.








Tengdar fréttir

Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike

NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike.

Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð

Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×