Innlent

Vætusamt víðast hvar í vikunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Regngallinn hefur verið staðalbúnaður í höfuðborginni í sumar. Hann ætti að vera við höndina næstu daga.
Regngallinn hefur verið staðalbúnaður í höfuðborginni í sumar. Hann ætti að vera við höndina næstu daga. Vísir/ernir
Landsmenn eiga von á rigningu í flestum landsfjórðungum þessa vikuna þegar skóli hefst á ný í grunnskólum landsins og öðrum menntastigum.

Í dag gera veðurfræðingar ráð fyrir sunnan 3-8 m/s og rigningu, en skýjað á Norðaustur- og Austurlandi og stöku skúrir þar síðdegis. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig en hlýjast verður NA-til. Gert er ráð fyrir hita á bilinu 8 til 12 stig á höfuðborgarsvæðinu þar sem skýjað verður á köflum og skúrir.

Hæg breytileg átt verður á morgun. Skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis, en rigning fram eftir degi SA-lands. Hiti 8 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Hæg suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning fram eftir degi SA-lands, annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil rigning eða súld um landið N-vert, en skýjað með köflum syðra og skúrir síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast syðst á landinu.

Á föstudag:

Norðanátt og rigning með köflum, en þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 14 stig, mildast suðvestantil á landinu.

Á laugardag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu, en þurrt að kalla. Fer að rigna á Suður- og Vesturlandi um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag:

Útlit fyrir austanátt með rigningu, en úrkomulítið um landið norðanvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×