Handbolti

Stjörnurnar sem snéru heim byrja af krafti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/EPA
Undirbúningstímabilið byrjar vel fyrir atvinnumennina þrjá sem snéru heim í Olís deildina í sumar. Ásgeir Örn Hallgrimsson, Fannar Þór Friðgeirsson og Arnór Freyr Stefánsson unnu allir til einstaklingsverðlauna á Ragnarsmótinu á Selfossi.

Haukar unnu mótið eftir átta marka sigur á ÍBV í úrslitaleiknum í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn heim í Hafnarfjörðinn og hann var valinn besti maður mótsins. Hann var markahæstur í mótinu ásamt Birki Benediktssyni.

Ásgeir kom heim í sumar eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Hann var síðast hjá franska liðinu Nimes en hefur komið víða við.

Fannar Þór gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistaralið ÍBV í sumar frá Hamm-Westfalen. Hann var valinn varnarmaður Ragnarsmótsins. Arnór Freyr var valinn markmaður mótsins. Hann kom til liðs við Aftureldingu frá Randers í Danmörku. Afturelding endaði í þriðja sæti mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×