Innlent

Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni ásamt Björgvin Sigurðssyni, söngvara Skálmaldar, sem var næstur í mark á undan Guðna í flokknum hálft maraþon.
Guðni ásamt Björgvin Sigurðssyni, söngvara Skálmaldar, sem var næstur í mark á undan Guðna í flokknum hálft maraþon. Forseti Íslands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. Guðni hljóp kílómetrana 21,2 á rétt tæplega tveimur klukkustundum og tuttugu mínútum.

„... í indælu veðri, með ægifagra náttúru nær og fjær. Ég þakka skipuleggjendum kærlega fyrir þeirra góða þátt og öllum þátttakendum til hamingju,“ segir Guðni í færslu á Facebook-síðu embættisins.

Guðni var tæpum 40 mínútum á eftir sigurvegaranum Ingólfi Gíslasyni sem kom fyrstur í mark á rétt rúmum 100 mínútum.

Forsetinn upplýsir að hann ætli að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu komandi helgi. Þá ljúki seinni helmingi maraþonhlaupsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×