Fótbolti

David Silva líka hættur í spænska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva.
David Silva. Vísir/Getty
Manchester City leikmaðurinn David Silva er hættur að gefa kost á sér í spænska landsliðið.

David Silva er aðeins 32 ára gamall en hann er önnur stjarna spænska landsliðsins sem hættir í landsliðinu á stuttum tíma.

Barcelona miðvörðurinn Gerard Piqué tilkynnti um helgina að hann væri hættur í landsliðinu. Piqué er „bara“ 31 árs.







Síðusti landsleikir þeirra beggja var því tapið á móti Rússlandi í sextán liða úrslitum á HM í sumar.

Spænska landsliðið olli miklum vonbrigðum í sumar en liðið skipti um þjálfara aðeins tveimur sólarhringum fyrir fyrsta leik. Nýr þjálfari, Luis Enrique, tók síðan við af Fernando Hierro eftir HM.

David Silva hefur leikið með spænska landsliðinu frá 2006 en hann hefur skorað 35 mörk í 125 landsleikjum.  





David Silva vann þrjá titla með Spáni en varð heimsmeistari 2010 og var einnig í Evrópumeistaraliði Spánar 2008 og 2012.

David Silva sagðist vera mjög stoltur af afrekum sínum með spænska landsliðinu og að þessi ákvörðun hafi verið ein af þeim erfiðustu á hans ferli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×