Enski boltinn

Willian hefði yfirgefið Chelsea undir stjórn Conte

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Willian í leiknum gegn Huddersfield
Willian í leiknum gegn Huddersfield vísir/getty
Brasilíumaðurinn Willian hefði yfirgefið Chelsea í sumar ef Antonio Conte hefði haldið áfram að stýra liðinu.

Conte var hins vegar látinn taka pokann sinn og Maurizio Sarri tók við. Í kjölfarið hafði Willian engan áhuga á að yfirgefa Chelsea þrátt fyrir áhuga frá Barcelona og Man Utd.

Willian var spurður út í þetta eftir sigur Chelsea á Huddersfield í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Var spurning blaðamanns einfaldlega sú hvort Willian væri enn leikmaður Chelsea ef Conte hefði haldið áfram við stjórnvölinn.

„Nei það eru engar líkur á því,“ sagði Willian ákveðinn áður en hann undirstrikaði löngun sína til að spila fyrir Lundúnarliðið.

„Ég er hér því ég vil spila fyrir Chelsea og ég mun bara yfirgefa félagið ef þeir vilja losna við mig,“ sagði Willian.

Willian hefur leikið með Chelsea frá árinu 2013 og hefur tvisvar orðið Englandsmeistari með liðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×