Enski boltinn

Stjóri íþróttamála hjá Barca: Ætlum ekki að gera tilboð í Pogba

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba varð heimsmeistari með Frökkum í sumar
Paul Pogba varð heimsmeistari með Frökkum í sumar Vísir/Getty
Barcelona mun ekki gera kauptilboð í Paul Pogba áður en félagsskiptaglugginn í Evrópu lokar. Þetta segir Ariedo Braida, einn forráðamanna félagsins.

Pogba hefur verið sterklega orðaður við Barcelona þar sem enn einu sinni berast sögusagnir af því að brestir séu í samstarfi hans og knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Bæði forseti og varaforseti Barcelona létu falla ummæli um helgina sem opnuðu enn frekar á sögusagnir um möguleg félagsskipti Pogba. Braida, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, segir hins vegar ekkert til í þeim.

„Ég á ekki von á því að við gerum tilboð í Pogba, en hann er frábær leikmaður,“ sagði Braida í útvarpsviðtali á Spáni.

Framtíð Rafinha er sögð tengjast því hvort Pogba verði keyptur til félagsins eða ekki. Hann mun „mjög líklega vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Braida.

Pogba bar fyrirliðabandið og skoraði fyrra mark Manchester United í 2-1 sigri á Leicester í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Pogba: Verð sektaður ef ég segi suma hluti

Paul Pogba byrjaði nýtt tímabil hjá Manchester Untied með fyrirliðabandið og mark í opnunarleiknum. Ummæli hans eftir leik United og Leicester gáfu þó til kynna að ekki væri allt með felldu í herbúðum United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×