Enski boltinn

Walker segir City tilbúið að taka yfir enska fótboltann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Walker gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Walker gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, hefur varað félög í ensku úrvalsdeildinni við því að City sé tilbúið til að taka við og ráða yfir enskum fótbolta næstu árin.

City rústaði deildinni á síðustu leiktíð. Þeir náðu 100 stigum á síðustu leiktíð og unnu Chelsea í meistarabikarnum fyrir tímabilið. Walker segir að menn séu enn hungraðir.

„Auðvitað. Pep var ekki bara að leitast eftir einum bikar og ekki við heldur, við viljum meira. Ég vil ekki hljóma asnalega, en við viljum ríkja yfir enskum fótbolta,” sagði Walker.

„Ég held að við höfum leikmennina og auðvitað stjórann til þess að gera eitthvað. Við lærum alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og við þurfum að aðlaðast einhverju nýju á hverjum degi til að taka yfir enska leikinn.”

„Ég skrifaði ekki hér undir til þess að taka við einum enskum meistaratitli og hætta svo. Ég er hungraður í meira. Það eru fullt af áskorunum, það eru fullt af góðum liðum í ensku deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×