Alonso tryggði Chelsea sigur í fimm marka leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alonso skorar sigurmarkið.
Alonso skorar sigurmarkið. Vísir/Getty
Chelsea er með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar eftir sigur á Arsenal í fjörugum Lundúnarslag á Brúnni í kvöld en lokatölur 3-2.

Fyrsta markið kom strax á níundu mínútu. Jorginho, sem hefur verið öflugur í liði Chelsea, skipti boltanum yfir til vinstri, Marcos Alonso kom boltanum á Pedro sem skoraði.

Staðan varð enn vænlegri fyrir Chelsea á tuttugustu mínútu. Ömurlegur varnarleikur Arsenal gaf Alvaro Morata tíma til þess að athafna sig eftir sendingu Cesar Azpilicueta og eftirleikurinn auðveldur.

Flestir héldu því að Chelsea væri með leikinn í hendi sér en Arsenal minnkaði muninn á 36. mínútu. Henrik Mkhitaryan skoraði þá með ágætis skoti en Kepa Arrizabalaga, nýr markvörður Chelsea, átti að gera betur.

Það var svo á 40. mínútu sem Arsenal jafnaði metin. Eftir góða sókn Mkhitaryan lagði boltann út í teiginn þar sem Nígeríumaðurinn Alex Iwobi kom askvaðandi og jafnaði metin í 2-2.

Þannig var staðan allt þangað til níu mínútum fyrir leikslok. Alexandre Lacazette gaf þá ömurlega sendingu, Hazard kom honum á Alonso sem kom boltanum í gegnum þvögu Arsenal-manna og í netið.

Lokatölur 3-2 sigur Chelsea sem er með sex stig eftir tvo leikina og Sarri byrjar vel. Arsenal er hins vegar án stiga eftir leiki gegn Man. City og Chelsea.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira