Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er.

Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða.

Opnunartími kjörstaða í íbúakosningum í Árborg í gær var framlengdur um rúma klukkustund. Framkvæmdir geta hafist eftir mánuð. Fjallað verður um kosningar í fréttum Stöðvar 2 ásamt því að sífellt fleiri hrossabændur selja hryssublóð til að mæta lakari afkomu. Blóðið er notað í frjósemislyf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×