Viðskipti innlent

Sævar Þór áfram í stjórn Ajtel

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sævar Þór Jónsson, lögmaður.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Ajtel
Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson var í gær endurkjörinn í stjórn Ajtel Iceland. Ajtel Iceland sérhæfir sig í niðursuðu og sölu á þorskalifur inn á Evrópumarkað en félagið hefur einnig unnið í ýmiss konar vöruþróun því tengdu.

Í tilkynningu frá félaginu, sem send er út í kjölfar aðalfundar Ajtel Iceland, segir að Sævar hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2013 og sinnt ráðgjafastörfum fyrir fyrirtækið og tengd félög í Evrópu. Framkvæmdastjóri Ajtel Iceland er Jón Áki Bjarnason.

Í tilkynningunni segir jafnframt:

„Sævar starfar sem lögmaður í Reykjavík og er meðeigandi á lögmannsstofunni Lögmenn Sundagörðum. Sævar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum en hann sat meðal annars í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur og sat í nokkur ár í úrskurðarnefnd vátryggingarmála. Þá hefur hann sinnt kennslu á sviði skattaréttar. Sævar stundar MBA nám við Háksólann í Reykjavík. Sævar er giftur Lárusi S. Lárussyni lögmanni og varaformanni stjórnar LÍN.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×