Enski boltinn

Mourinho: Nauðsynlegt að fá Sanchez inn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez var ekki sannfærandi með United síðasta vetur. Hann gekk til liðs við United í janúar.
Alexis Sanchez var ekki sannfærandi með United síðasta vetur. Hann gekk til liðs við United í janúar. Vísir/Getty
Alexis Sanchez gat ekki tekið þátt í fyrsta æfingaleik Manchester United á undirbúningstímabilinu þar sem hann var í vandræðum með vegabréfsáritun sína og mátti ekki ferðast til Bandaríkjanna. Jose Mourinho segir Sanchez verða að spila næsta leik eftir að hann komi til liðs við liðið.

Landvistarleyfi Sanchez á að vera komið í lag og mun hann hitta liðsfélaga sína eins fljótt og unnt er. Mourinho er án margra af hans stærstu stjörnum í æfingaferðinni í Bandaríkjunum og segist þurfa á Sanchez að halda.

„Ég veit ekki hvort hann er í flugi, hvort hann sé í Los Angeles eða í Mancheseter. Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Mourinho.

„Við verðum ekki með Romelu Lukaku eða Marcus Rashford og verðum að reyna að gera sem best úr því sem við höfum. Þetta snýst ekki um hvort Sanchez geti spilað heldur hvenær hann þarf að spila.“

United gerði 1-1 jafntefli við Club America í Arizona í nótt. Næsti æfingaleikur liðsins er gegn San Jose Earthquakes á sunnudag.

„Við verðum líklega án Lukaku og Rashford í byrjun úrvalsdeildarinnar svo þegar Alexis kemur þá verður hann að spila,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×