Golf

Tveir á toppnum og Tiger komst í gegnum niðurskurðinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Zach Johnson eru í forystu á Opna breska meistaramótinu þegar mótið er hálfnað. Haraldur Franklín Magnús er úr leik.

Þeir eru báðir á sex höggum undir pari eftir hringina tvo en Zach spilaði frábært golf í dag. Hann spilaði hringinn í dag á fjórum höggum undir pari en Kisner var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn.

Kisner er í leit að sínum fyrsta risatitli og er í ágætis stöðu eftir fyrstu tvo hringina en Zach Johnson hefur í tvígang unnið risamót. Þriðji hringurinn verður spilaður á morgun.

Goðsögnin Tiger Woods komst í gegnum niðurskurðinn en hann er í 29. sætinu á parinu. Tiger hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á mótinu síðan 2014.

Haraldur Franklín Magnús, okkar maður, endaði í 118. sæti á mótinu á átta yfir pari. Hann spilaði á sjö höggum yfir pari í dag og er því miður úr leik á sínu fyrsta risamóti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×